Gulvín eða það sem kallast Orange wine á ensku fær vissulega nafnið sitt frá litnum en það sem er sérstakt við gulvín er framleiðsluaðferðin sem notuð er við að búa það til. Gulvín er í raun hvítvínsþrúga sem er meðhöndluð líkt og við gerð rauðvíns. Þá fær hýðið á gulvíninu að vera með í gerjuninni eða hluta af henni og fær vínið þá þennan djúpa appelsínugula lit og tannín. Vegna þessa er stunduð talað um gulvín sem 'skin contact wine'.