Við kynnum til leiks Alessandro Viola sem er með litla náttúrulega víngerð vestur af Palermo á Sikiley. Til að byrja með verða þrjú vín frá Alessandro til sölu hjá okkur. Frábær vín á frábæru verði.
Við kynnum til leiks Alessandro Viola sem er með litla náttúrulega víngerð vestur af Palermo á Sikiley. Vínin eru lifandi og er víngerðin sjálf meðal elstu náttúruvíngerða á svæðinu. Alessandro er þekktastur fyrir hvítvínin sín og þá sérstaklega notkun þrúgunnar Catarrato. Á Somm verður til að byrja með hægt að versla þrjár týpur af vinum frá Alessandro.
Alessandro Note Di Bianco er uppáhalds vín víngerðarmannsins. Lifandi, frískandi og skemmtilegt náttúrulegt hvítvín. Hittir alltaf í mark.
Alessandro Viola Carricát Sikiley í glasi, mjög létt gulvín (stutt skin contact). Minnir á sólina og sjóinn, fullkomið til að fá smá sumar í kroppinn.
Alessandro Viola Rosso Isi Létt náttúrulegt rauðvín. Kirsuber og plómur, örlítil sýra og smá tannín. Pinot.is, sem flytur inn þessi æðislegu vín segir Rosso Isi fullkomið með pizzu!