Á næstu vikum ætlum við í samstarfi við Rvk Foodie að segja frá veitingastöðum sem fá Somm stimpilinn fyrir gott úrval af gæðavíni. Fyrstur í röðinni er Skreið.
Við hjá elskum að drekka gott vín, hvort sem það er heima eða á veitingastöðum þar sem leynast Somm vín. Við ætlum því að gefa viðskiptavinum okkar smá innsýn í okkar uppáhalds staði í samstarfi við rvk foodie https://www.instagram.com/rvkfoodie/
Fyrsti staðurinn í þessari seríu er Skreið!
Veitingastaðurinn er í sjarmerandi svörtu húsi við Laugaveg 4. Skreið er spænskur tapasstaður með basknesku ívafi sem félagarnir Steinþór og Davíð Örn opnuðu saman fyrir tveimur árum. Innblásturinn kemur frá baskahéraði þar sem bæði Steinþór og Davíð höfðu eytt tíma og orðið algjörlega heillaðir af stemmningunni og matarmenningunni. Þeir félagar ákváðu því að slá til þegar þeim bauðst húsnæðið við Laugaveg.
Úrval af gæðavínum á Skreið
Á Skreið er mikið lagt upp úr því að bjóða upp á vel valin og áhugaverð vín. Þar er mjög stór vínlisti miðað við stærð staðarins. Markmiðið þeirra er að hafa skemmtilegt úrval af spænskum vínum og — líkt og maturinn — að þau séu aðgengileg og að allir finni sér eitthvað við hæfi. Dæmi um Somm vín sem leynast á seðlinum eru NatCool Branco og NatCool Dao.
Við mælum með Skreið fyrir alla sem elska tapas og good vibes.